Nám og námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu
Bændur og aðrir sem hafa áhuga á matvælavinnslu geta nú sótt fjölda námskeiða. Haustið er akkúrat rétti tíminn til að skella sér á námskeið.
Bændur og aðrir sem hafa áhuga á matvælavinnslu geta nú sótt fjölda námskeiða. Haustið er akkúrat rétti tíminn til að skella sér á námskeið.
Námsvísir Farskólans er á leiðinni. Hann kemur í hús í næstu viku. Þar verða námsleiðir framhaldsfræðslunnar auglýstar ásamt raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Einnig námskeið í íslensku og fyrir fólk úti í atvinnulífinu, sem og aðra áhugasama. Hér má sjá pistil framkvæmdarstjóra.
Eftir gott sumarfrí eru starfsmenn mættir til vinnu í Farskólann. Undirbúningur haustsins stendur nú yfir. Framundan eru ýmis námskeið tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt því að fjögur íslenskunámskeið hefjast í september. Skráningar standa yfir í vottuðu námsleiðina Grunnmennt, þar sem kenndar verða námsgreinarnar íslenska, stærðfræði, enska og danska.…
Nú eru starfsmenn Farskólans komnir í langþráð sumarfrí. Öllum er velkomið að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is ef fólk á erindi. Farskólinn opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Starfsmenn óska þess að sumarið verði ánægjulegt hjá öllum íbúum á Norðurlandi vestra. Njótum sumarsins. Klukkan minnir á hversu dýrmætir tíminn er.
Í dag útskrifuðust 13 þátttakendur úr raunfærnimati í þjónustugreinum. Hér er átt við raunfærnimat á móti námskrá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrautar og á móti námskrá Félagsliðabrautar. Meðal greina sem metnar voru voru: Fatlanir, heilsa og lífsstíll, hússtjórn og matreiðsla, næringarfræði, uppeldisfræði, öldrun, vinnan, umhverfi og öryggi, skapandi starf, samvinna og samskipti,…
Vorfundur Farskólans var haldinn 23. júní að Hólum í Hjaltadal. Þema fundarins var að þessu sinni: samfélagsábyrgð og sýnileiki. Fundargestir veltu fyrir sér helstu verkefnum Farskólans, samfélagsábyrgð skólans í verki og hvort Farskólinn væri vel sýnilegur á starfssvæði sínu. Vinnu fundarins stýrði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Ekki var að…
Námsleiðinni ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" var slitið 27. maí síðastliðinn. Samtals luku ellefu nemendur náminu. Kennslugreinar voru: Tveir áfangar í ensku, íslensku og stærðfræði og einn áfangi í dönsku.Leiðbeinendur voru: Hafdís Einarsdóttir, Gísli Árnason, Ágúst Ingi Ágústsson og Eva Óskarsdóttir. Öll eru þau með kennsluréttindi.Nýtt námskeið mun…
Aðalfundur Farskólans var haldinn mánudaginn 31. maí. Ársskýrsla stjórnar og ársreikningur vegna 2020 verða birt hér á heimasíðu Farskólans. Rekstrartekjur skólans voru 73,7 milljónir króna og lækkuðu þær um 14 milljónir króna frá árinu á undan. Tap var á rekstri skólans á síðasta ári á móti rekstrarafgangi árið þar á…
Núna á vorönn hafa Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og SÍMEY sameiginlega staðið fyrir ellefu vefnámskeiðum. Í það heila sóttu 299 manns námskeiðin, þar af 138 á svæði Farskólans og 161 af svæði SÍMEY. Lengd námskeiðanna var frá einni og upp í sjö klukkustundir. Námskeiðin voru haldin í…
Farskólinn ætlar að fara af stað næsta haust (2021) með námsleiðina ,,Grunnmennt" (hét áður ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum") ef næg þátttaka fæst. Grunnmennt er ein af vottuðum námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og styrkt af Fræðslusjóði. Sjá: https://frae.is/namskrar/almennar-namskrar/ Námsgreinar eru: danska, enska, íslenska og stærðfræði. Hér er um nýja…